"Segist hafa tryggt" OK gott mál en...

Ég hef hnotið um fréttir sem þessar undarfarið, ég er nú bara venjulegur húsfaðir í vesturbænum en það setur að mér smá óhug að lesa svona frásagnir.
Hvað gerist ef það tekst ekki að "tryggja" endurfjármögnunina, rúllar þá batterýið yfir? maður spyr sig.
Hverskonar bisniss er bankarekstur? á hann ekki að vera eitthvað aðeins meira solid eða eru menn sveittir dag frá degi einsog yfirkeyrður neyslumeðaljón í stöðugri endurfjármögnun? Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér.
mbl.is Glitnir hefur tryggt fjármögnun út árið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, banki er bara heildsala þar sem varan er peningar. Fjármögnunin eru í formi innlána, og skuldabréfaútgáfu. Skuldabréfaútgáfan er aðeins kaup á peningum og svo þegar bankinn lánar út er hann að selja peningana dýrari en hann keypti þá. Sem sagt aðeins venjulegur heildsali.

Bergur (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 22:16

2 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Veit svosem hvernig þetta virkar en þegar maður les fréttir af því að "útlit sé gott" og að "takist hafi" etc.etc. að fjármagna...... virkar þetta allt pínu iffí og ekki eins geirneglt og maður sér bankarekstur fyrir sér :)

Bjarni Bragi Kjartansson, 13.1.2008 kl. 13:18

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

góður punktur félagi

Einar Bragi Bragason., 15.1.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband