8.8.2007 | 12:47
Þetta kemur kunnuglega fyrir sjónir
Þegar ég var á ferð í Moskvu árið 1989 fyrir fall Sovétríkjana, þá ók maður gjarnan fram á opna ræsis-brunna á miðjum breiðgötunum. Þar sem við félagarnir vorum á mótorhjólum var þetta sko ekkert gamanmál
Það sem gerði þetta en hættulegra var að það virtist ríkja algert frumskógarlögmál á götunum sem hafði það í för með sér að hver og einn ók eins hratt og hann komst til að verða ekki fyrir. Þannig að meðalhraðinn var einhverstaðar vel hægra meginn við hundraðið. Volgurnar og Lödurnar og Moskvitsarnir voru náttúrulega ekkert alveg af nýjustu árgerð með ABS ,skriðvörn og stöðugleikabúnaði og menn settu greinilega ekkert fyrir sig þótt nuddaðist af einn og einn krómlisti eða stuðarahorn. Þetta var nánast eins og að vera í klessubíla kappakstri að keyra þarna sem er frekar ójafn leikur þegar ekið er á mótorhjóli og ...úps... opinn brunnur!!...til að gera þetta meira spennandi :-)
Það sem gerði þetta en hættulegra var að það virtist ríkja algert frumskógarlögmál á götunum sem hafði það í för með sér að hver og einn ók eins hratt og hann komst til að verða ekki fyrir. Þannig að meðalhraðinn var einhverstaðar vel hægra meginn við hundraðið. Volgurnar og Lödurnar og Moskvitsarnir voru náttúrulega ekkert alveg af nýjustu árgerð með ABS ,skriðvörn og stöðugleikabúnaði og menn settu greinilega ekkert fyrir sig þótt nuddaðist af einn og einn krómlisti eða stuðarahorn. Þetta var nánast eins og að vera í klessubíla kappakstri að keyra þarna sem er frekar ójafn leikur þegar ekið er á mótorhjóli og ...úps... opinn brunnur!!...til að gera þetta meira spennandi :-)
Jörðin opnast í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Snilld! Þess má geta að sá bíll sem ég hef hraðast ekið var einmitt Lada 1500, árg. 1977. Helvíti skemmtilegur bíll, en var reyndar með öllu bremsulaus um það leyti sem metið var sett .
Heimir Eyvindarson, 8.8.2007 kl. 17:55
Mig grunar að miðstövarnar í þessum Rússnesku tryllitækjum hafi ekki alltaf virkað sem skildi og þarlendir ökumenn ósjaldan tekið með sér vodkaflöskuna í bíltúrinn . . . En nú verða þeir sjálfsagt að sleppa því ætli þeir ekki gjörsamlega að enda í ræsinu !
Grétar Örvarsson, 9.8.2007 kl. 02:25
Komust þær upp í hundrað Bjarni minn.?
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 15.8.2007 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.