IKEA

Ég setti þessa færslu sem innlegg hjá honum Nesarokk vegna umræðu um IKEA fyrr í dag og læt hana koma hér til gamans

Ég man eftir afar hressilegri IKEA ferð fyrir nokkrum árum, á gamla staðinn NB, ég slapp inn rétt fyrir lokun, hafði ca korter til að kaupa eitthvað smá dót sem mig bráðvantaði til að klára einhverja dekorasjón heima hjá mér.
Þar sem ég ætlaði ekki að kaupa neitt mikið tók ég ekki neina körfu en eins og oft vill verða bættist hratt í fangið á mér af viskustykkjum og sleifum og blómavösum sem þarna er í miklu úrvali á spottprís og maður neyðist til að grípa með sér.
Nema hvað að gardínustöngin eða hvað það var sem mig vantaði fannst ekki í réttri lengd eða lit eða eitthvað og þegar ég byrjaði að svipast um eftir aðstoð virtist flest afgreiðslufólkið vera í einhverjum allt öðrum hugleiðingum en að aðstoða mig, það var komið alveg heilmikið fararsnið á það, föstudagur og svona og allt að gerast.
Þar sem ég stend þarna með fangið fullt af allskonar búsáhöldum og dóttur mína barnunga líka, grenjandi í ofanálag, að reyna að fanga athygli unglingana í afgreiðslunni sem voru nú þegar þarna var komið við sögu á harðahlaupum á vit ævintýra helgarinnar, kemur svona rödd í hátalarakerfið sem tilkynnir eftirlegukindunum að versluninni hafi verið lokað og fólk sé beðið að hraða sér að afgreiðslukössunum. Ég man að ég hugsaði með smá þrjósku; helv. ég er kominn hingað alla leið og ætla sko að kaupa þessa gardínustöng, þeir loka nú varla meðan ég er hérna inni. en þá byrja ljósin að slokna svona einsog í bíó þegar aðal hetjan er á flótta undan einhverju óþekktu Poltergeist dæmi sem virðist geta slökkt ljósin þvert á alla rafhönnun. Þar sem ég æði þarna í örvinglan fram og aftur kom röddin aftur og sagði með Aliens-geimskips-sándi; búðin springur eftir 60 sekúndur!!! og það blikkuðu svona gul snúnings ljós og ég hugsaði; Ég verð að bjarga barninu!!.. kastaði frá mér sleifunum og ostaskerunum og púðaverunum og blómavösunum og hljóp út eins hratt og ég komst og inní bíl og spændi burt rétt í þann mund sem húsið sprakk í loft upp.... ...kannski ekki alveg en þarna ég skildi alveg hvernig Ellen Ripley leið þarna í geimskipinu um árið.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fín saga!!! Skemmtilegt blogg hjá þér kall!!!

Stefán Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta gæti orðið skemmtilegur skets í næsta skaupi.

Ingvar Valgeirsson, 28.7.2007 kl. 17:49

3 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Ég bíð við símann :-)

Bjarni Bragi Kjartansson, 28.7.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: Hjalti Árnason

Úff.....Þetta hjálpar ekki uppá löngunina til að versla...

Hjalti Árnason, 6.8.2007 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband