Ég hef áhyggjur af þessu...ég verð að segja það

Verð að tjá mig aðeins um áhveðið mál.
Þannig er að í íþróttafréttum á RUV sem gjarnan er hnýtt aftan við venjulega fréttatíma hefur Bjarni Felixsson verið galvaskur að segja okkur ýmsar fréttir af gengi hinna ýmsu liða í hinum ýmsu íþróttagreinum víðsvegar um heiminn.
Ég veit ekki með ykkur en mér þykir eins og þessum fréttum fari fækkandi og er ég td. eiginlega alveg hættur að heyra um úrslit leikja í Búlgarska fótboltanum eða Bandarísku háskóladeildinni í körfubolta. Nú verður maður að láta sér nægja úrslit í Kanadísku íshokkídeildinni eða jafnvel bara eitthvað ómerkilegt fjas um Íslenska frjálsíþróttakeppni.
Menn verða að átta sig á því að Í "primetime" fréttatíma í ríkisútvarpi allra landsmanna uppá Íslandi er mjög mikilvægt að fá fréttir af því hvort Dallas Cowboys hafi unnið Millwaukee Drillers í hafnarbolta!! maður kemst bara ekki í gegnum daginn án þess að vera búinn að fá þessar upplýsingar.

Áfram Bjarni Fel!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Ég er svo fegin að þú skulir vekja máls á þessu - ég er nefnilega búin að vera algjörlega svefnlaus yfir upplýsingaleysi um úrslit í Curling-mótinu sem fór fram í Þrándheimi um síðustu helgi.........

 Kannski heyrir maður eitthvað í kvöld - vonandi!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 6.6.2007 kl. 14:37

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það er nauðsynlegt að fá upplýsingar um stöðuna í leik Sköflungs frá Borðeyri og Baulu frá Bíldudal í kvennaboltanum...

Ingvar Valgeirsson, 6.6.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Ég er hjartanlega sammála BBKing!! Vantar að heyra úrslit í Blaki Neðansjávar!

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 7.6.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Karl Tómasson

Þú ert nú með latari bloggurum Bjarni minn.

Ég verð að segja það.

Kær kveðja frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 13.6.2007 kl. 23:00

5 Smámynd: Bjarni Bragi Kjartansson

Það segirðu satt Kalli minn, einn sá allra latasti.

sjáum hvað setur, kannski dettur maður í gír og þá megið þið nú fara að passa ykkur sko...:-)

..hvar sækir maður annars broskarla hérna...?

Bjarni Bragi Kjartansson, 14.6.2007 kl. 17:23

6 Smámynd: Karl Tómasson

Til að mynda hjá mér.

Meintir þú ekki annars bros Karla?.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 14.6.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband